þriðjudagur, maí 22, 2007

22. maí 2007 - Change Sex Or Die

Þessi fyrirsögn virðist skelfileg og er það í vissu tilliti því hún er sönn. Svona má nefnilega lýsa ástandi í kynjafræðum í Íran. Í upphafi klerkastjórnarinnar í Íran snemma á níunda áratugnum tókst Maryam Khatoon Molkara sem þá var 33 ára gamall transmaður (þ.e. transsexual frá konu til karls) að sannfæra Ayatollah Khomeni um að ekkert í Kóraninum bannaði aðgerðir til leiðréttingar á kyni.

Það er reyndar alveg rétt að slíkar aðgerðir eru hvorki bannaðar í Kóraninum né Biblíunni. Til þess að fordæma slíkar aðgerðir hafa sértrúarklerkar orðið að beita orðaklækjum og útúrsnúningi til að rökstyðja mál sitt.

Ayatollah Khomeni gekk mun lengra en þetta. Karlmönnum sem voru staðnir að samkynhneigð (sem er bönnuð í Íran að viðlagðri dauðarefsingu) var boðið upp á bót meina sinna, að fara í kynskiptaaðgerð en deyja ella. Það er allmörg tilvik þar sem samkynhneigðir karlmenn hafa bjargað lífi sínu með aðgerð. Það er þó engin lausn fyrir þá sem verða fyrir slíku. Bæði eru aðgerðirnar mjög ófullnægjandi og ónákvæmar auk þess sem samkynhneigðir karlmenn hafa venjulega engan áhuga á að missa manndóminn. Því eru slíkar aðgerðir niðurlæging fyrir þá samkynhneigðu karlmenn sem verða fyrir henni.

http://gaycitynews.com/site/news.cfm?newsid=18324930&BRD=2729&PAG=461&dept_id=569346&rfi=6

http://www.hno.harvard.edu/gazette/2002/03.14/03-najmabadi.html

Rétt eins og við sem teljumst vera transgender og transsexual viljum einungis fá réttlætinu framgengt og aðgerðir til samræmis vilja okkar, eru aðgerðir gegn vilja fólks sömuleiðis gegn réttlætishugsun okkar.


0 ummæli:







Skrifa ummæli