þriðjudagur, mars 14, 2006

14. mars 2006 - Enn eitt aumt blogg


Enn sem fyrr hefi ég ekkert að segja af bloggi. Ekkert það hefur skeð að ástæða sé til að blogga neitt og samt eyði ég plássi í fréttir sem engar eru.

Ekki get ég skrifað um Alþingi. Þar eru þingmenn enn að þrasa um vatn og enginn Árni Johnsen til að vanda um fyrir fólki að þingmannasið. Það munaði reyndar litlu að sjómaðurinn Guðjón Arnar (AddiKiddiGauj) hefði kynnt einum stuttbuxnadrengnum fyrir þingmannahnefa. Hann hefði mátt gera það fyrir mér. Það hefði enginn skaði orðið þótt Heimdellingurinn hefði fengið væga hirtingu. En bara væga!

Jú, eitt get ég sagt. Myndin af henni Hrafnhildi er orðin nokkurra mánaða gömul. Hrafnhildur er nú orðin sæl og feit, hjálpar mér með þvottinn og gætir heimilisins á meðan ég er í burtu. Því set ég inn nýrri mynd af henni en í gær.

Ég lenti í spjalli við unga blaðakonu í gærkvöldi. Mér til gleði reyndist hún skrifa með réttri hendi eins og Leónardó da Vinci, Victoria drottning, Julia Roberts og ég.


0 ummæli:







Skrifa ummæli