Enn er kostnaðurinn við viðgerðir á Þjóðleikhúsinu í umræðunni. Fyrir tæpum mánuði síðan taldi Þjóðleikhússtjóri að kostnaðurinn við viðgerðir á Þjóðleikhúsinu gæti verið nærri tveimur og hálfum milljarði króna. Mér létti því er ég heyrði að menntamálaráðherra áætlaði kostnaðinn einungis sextán hundruð milljónir.
Í reynd gat ég ekki með nokkru móti séð hernig hægt væri að kosta tveimur og hálfum milljarði í viðgerðir á Þjóðleikhúsinu ef ekki stæði til að gullhúða húsið að utan. Með þessari nánasarlegu upphæð fæst vart meira en gullklósett handa Þjóðleikhússtjóra í nýendurbyggðu Þjóðleikhúsinu.
Í alvöru, er ekki hægt að gera við Þjóðleikhúsið fyrir talsvert minni upphæð?
fimmtudagur, mars 09, 2006
9. mars 2006 - Af Þjóðleikhúsi
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:12
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli