föstudagur, mars 31, 2006

31. mars 2006 - I´m singing in the rain...

Fimmtudagsmorgunn og það hellirignir. Ég fylgdist skelfingu er ég horfði út um gluggann og á umferðina fyrir neðan. Þar sást ekkert fólk, bara regnhlífar. Ekki gat ég dregið fram mína regnhlíf, því ég lánaði hana fyrr í vikunni og fékk hana til baka í tætlum. Mér tókst þó að bjarga nýrri í kaupfélaginu á næsta götuhorni.

Þar sem ég skoðaði umferðina á götunni fyrir neðan mig, fór ég að telja þá bílstjóra sem notuðu öryggisbelti. Eftir stuttan yfirlestur taldist mér til að á milli 30% og 40% notuðu slík þarfaþing hér í Genf. Ég hefi oft séð það verra og ferðast í huganum til gamalla tíma þar sem fólk notaði ekki öryggisbelti.

Umræðan um bílbeltin vekur hjá mér vangaveltur. Ég var á labbi hér í Genf og sá rauðan sjúkrabíl í útkalli álengdar þar sem sá hinn sami reyndi að komast leiðar sinnar í yfirfylltri umferðinni. Ég fór að fylgjast með hvernig bílstjórinn hélt sig á akreininni fjær, tók stefnuna yfir umferðareyju og á ranga akrein og svo aftur til baka á sína, allt eins og eftir fyrirmælum. Ég sagði bara VÁ, þvílíkur snillingur og væntanlegur arftaki Michael Schumacher. Um leið og sjúkrabíllinn fór framhjá mér, blasti bílstjórinn við mér. Hann reyndist vera hún.

Með þessu lýkur dvöl minni í Genf og ég held aftur á norrænar slóðir, kulda og trekk.


0 ummæli:







Skrifa ummæli