Nú er senn að fara að stað einhverjar brjáluðustu byggingaframkvæmdir í Reykjavík. Það á að byggja úrelt spítalamonster á gömlu Landsspítalalóðinni og rífa einhverjar af nýlegum byggingum sem fyrir eru. Það á að setja nærri tvo milljarða í að gera við Þjóðleikhúsið og það á að herma eftir Dönum og byggja nýja tónlistarhöll ofan í höfninni.
Eru þessir menn orðnir gjörsamlega veruleikafirrtir? Við erum að tala um framkvæmdir sem munu kosta nærri 60 milljarða eða 200 þúsund krónur á hvert einasta mannsbarn í landinu og megnið af þessu í snobbhýsi sem munu skila litlum arði en geysilega miklu tapi til framtíðar. Á sama tíma er ekki hægt að halda uppi lágmarksbjörgunarþjónustu í landinu vegna fjárskorts. Allt er orðið gert til að apa eftir Dönum.
Þegar nýja bókasafnsbyggingin í Kaupmannahöfn er skoðuð spyr ég mig þess hvort arkitektarnir hafi verið að herma eftir ónefndu húsi í Reykjavík? Það stenst reyndar ekki af þeirri einföldu ástæðu að hið ónefnda í Reykjavík var byggt á eftir konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Þá fæ ég svipaða tilfinningu af hugmyndum að nýja tónlistarhúsinu þegar nýja óperuhúsið í Kaupmannahöfn er skoðað.
Svo var Stefán Jón Hafstein fljótur að “þiggja” hugmyndina að ljósatyppinu í Viðey. Ég held það sé tími til kominn að nýtt fólk taki við stjórnartaumunum, bæði hjá ríki og Reykjavíkurborg.
miðvikudagur, mars 15, 2006
15. mars 2006 - Stórmennskubrjálæði?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli