Á föstudagsmorguninn var haldið frá Genf. Það kom mér ekkert á óvart að það skyldi verða hálftímaseinkun á flugbrakinu frá SAS sem ég fór með. Þegar komið var til höfuðborgar Möggu smóks, var haldið þegar yfir sundið til hjáleigu þeirrar frá Málmhaugum í Málmhaugahreppi sem Exi (Oxie) kallast. Hún á þó fátt sameiginlegt með Exi í Suður-Múlasýslu nema ef vera skyldi fámennið.
Í Exi býr móðurbróðir minn. Hann hefur þó ákveðið að flytja úr þorpinu og í Eyvakot í Snålland innan tíðar. Það skil ég vel. Það var hryllilegt að koma úr þægilegum hlýindum í Sviss í kulda og trekk við Eyrarsund.
Ekkert meira af mér að sinni, enda eru engar fréttir taldar góðar fréttir.
föstudagur, mars 31, 2006
1. apríl 2006 - Til Málmhaugahjáleigu
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 22:37
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli