laugardagur, apríl 01, 2006

2. apríl 2006 - Enn í Málmhaugahjáleigu


Laugardeginum eyddi ég í rólegheitum hjá Eyfa frænda í Málmhaugahjáleigu, leit lítillega á ástand mála í bænum og komst að því að Skánverjar eru hættir að geta byggt hornrétt hús, rétt eins og hefðu þeir farið á námskeið hjá dönskum arkitektum eða þá íslenskum.

Það verður haldið heim á leið á sunnudagskvöldið og þá verður gaman hjá tveimur kisum sem hafa engna skilning á því að ég hafi verið í burtu í allan þennan tíma. Svo slapp ég við eina fermingarveislu.

-----oOo-----

Hetjurnar fótfráu í Halifaxhreppi hlýddu loks fyrirmælum mínum og sýndu af sér frábæra knattspyrnu á laugardag er þær töpuðu glæsilega fyrir Dægurhömstrunum á Rauðubrú með einu marki. Þrátt fyrir þetta tap eru þær enn í þriðja sæti kvenfélagsdeildarinnar þegar þær eiga sex leiki eftir á leiktímabilinu.


0 ummæli:







Skrifa ummæli