Ég veit að lesendur mínir ætlast til þess að ég skrifi hér fagra eftirskrift eftir för mína til Genfar um daginn og ég ætla líka að gera það, bara ekki strax. Ég hefi nóg annað að gera og svo bíða myndir þess að verða settar inn. Þar er full þörf þegar haft er í huga allt það ágæta fólk sem ég kynntist um daginn.
Ég mætti til vinnu einungis tíu tímum eftir að ég kom heim að utan og hefi enn ekki haft tíma til að skoða stöðu mála, hvað þá að færa myndir á milli tölva. Það mun ég væntanlega gera á morgun eða hinn daginn og um leið mun ég reyna að semja eitthvað nógu krassandi til að einhver nenni að lesa bloggið mitt. Bara ekki í kvöld. Að auki eru tvær kisur hér heima sem krefjast þess að ég sinni þeim meira en góðu hófi gegnir.
Ég bið því þessa þrjá lesendur mína að fyrirgefa mér leti mína.
mánudagur, apríl 03, 2006
4. apríl 2006 - Letilíf
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:58
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli