Ég hefi ákaflega lítið að skrifa um. Dagurinn hefur farið að miklu leyti í að skrifa skýrslu um ferðina góðu um daginn og því hefi ég vart farið úr húsi. Svo er engin ástæða til þess. Ég er með tvær kisur sem halda mér selskap.
Það er merkilegt til þess að hugsa að nú eru þær orðnar eins árs gamlar, feitar og pattaralegar. Þær voru ekki svona glæsilegar þegar þær voru nýfæddar, blindar og skjögrandi hjá henni Doppu móður sinni. Sjá mynd á myndasíðu.
-----oOo-----
Eins og ég sagði frá í gær, hefur Kastljós sjónvarpsins smitast af fuglaflensu. Ekki veit ég hvort fleiri hafi smitast af þessari vá, en Kastljósfólk gerði þó sitt til að hræða blessuð börnin á einhverjum leikskóla með fuglaflensutali. Ég veit ekki hvort þeim hafi tekist að hræða blessuð börnin.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
11. apríl 2006 - mjá mjá
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:29
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli