mánudagur, mars 06, 2006

6. mars 2006 - Af Framsókn

Ég ætlaði að skrifa hér langan og þarflegan pistil um Framsóknarmenn, en einhver tölvuklár Framsóknarmaður sendi vírus í borðtölvuna mína svo hún er ónothæf eins og er.

Á síðastliðnu hausti fékk Árni Magnússon félagsmálaráðherra ádrepu frá Hæstarétti er hann fékk dóm á sig fyrir hegðun sína í starfi. Voru þá uppi háværar kröfur þess efnis að hann segði af sér. Nú hefur hann sagt af sér, ekki endilega vegna þessa máls, en hann tók ábyrgð gerða sinna og gekk út. Ekki ætla ég að fjölyrða mikið um það mál. Hinsvegar er spurningin hvort Árni hefði átt að ganga fyrstur út.

Í stól Árna sest Jón Kristjánsson sem ætlar að eyða milljarðatugum í svokallað hátæknisjúkrahús, sjúkrahús sem er á vitlausum stað, óþarflega dýrt og gjörsamlega úr takt við framtíðina. Kosturinn við að losna við Jón er þó sá að hann hefur ekki haft fullkomið vald á samskiptum sínum við öryrkja og aldraða.

Í stól Jóns sest svo Siv Friðleifsdóttir sem ég held að ráði sæmilega við þessa málaflokka ef hún fær einhverju ráðið. Hún sýndi það ágætlega í rjúpumálinu að hún vinnur á og betur að hún hefði setið einu ári lengur á stól umhverfisráðherra í stað húsfreyjunnar úr kvæði Jónasar sem nú situr þar eins og hrukkótt Barbie.

Best hefði svo auðvitað verið ef Halldór hefði sagt af sér fremur en Árni. Það er óþolandi að hafa jafn stríðsóðan mann í embætti forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson.

-----oOo-----

Minningarbókin um Gisbertu brást eitthvað í gær og því birti ég slóðina aftur núna:

http://www.tgeu.net/Gisberta/CondolenceBook/index.cgi


0 ummæli:







Skrifa ummæli