miðvikudagur, júlí 11, 2007

11. júlí 2007 - Enn eitt nostalgíukastið

Þegar ég var ung og fyrir daga lögleiðingar öryggisbelta, þótti töff að aka um með opna hliðarrúðu og með hangandi hendi út um rúðuna. Ekki fór þetta alltaf vel því þessi öryggisaðferð kom ekki í staðinn fyrir öryggisbeltin. Eitt sinn varð ég vitni að hörkuárekstri þar sem lítill sendiferðabíll fór á hliðina og vesalings bílstjórinn festist með handlegginn undir bílnum. Hin slæma aðkoma og það að bílstjórinn á hinum bílnum var í öryggisbelti, varð til þess að ég hefi notað beltin allar götur síðan þá.

Í morgun sá ég gamlan og lítinn sendiferðabíl á ferð og bílstjórinn ríghélt um hurðina með opna rúðuna rétt eins og í gamla daga. Ekki gat ég séð að hann væri með öryggisbelti, en ósjálfrátt fékk ég eitt af mínum alþekktu nostalgíuköstum.


0 ummæli:







Skrifa ummæli