Einhverntímann hefði ég ekki látið það spyrjast um mig að ég missti af keppni í Formúlu 1. Það var í þá daga sem MIchael Schumacher var upp á sitt besta og ég reyndar líka. Nú er ég orðin nokkrum árum þroskaðri og Schumacher gamli kominn á eftirlaun.
Fyrir rúmum mánuði ákvað ég að fara fremur á fjall en að horfa á leiðinlegasta kappakstur ársins í Formúlu 1, en sá kappakstur er að venju haldinn í Mónakó. Á sunnudag var haldin keppni í Frakklandi og ég nýlega komin heim af næturvaktinni.
Ég vaknaði tíu mínútum áður en keppnin byrjaði, horfði á vekjaraklukkuna og velti fyrir mér um stund hvort ég ætti að skríða framúr og fara inn í stofu til að horfa á keppnina eða halda áfram að sofa. Meðan ég var enn í svefnrofunum mundi ég skyndilega að Michael Schumacher var ekki nálægt ráspól, ekki einu sinni þátttakandi í keppninni.
Ég snéri mér á hina hliðina og hélt áfram að sofa.
mánudagur, júlí 02, 2007
2. júlí 2007 - Læknuð af Formúlu?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:19
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli