Sagt er að rónar komi óorði á brennivínið.
Uppi á Grundartanga er ógeðslega skítug og ljót verksmiðja í eigu norskra aðila. Þar hefur verið stundað svo árum skiptir að sleppa út mengun í skjóli nætur, en það kemst sjaldan í hámæli þótt margir viti af þessu. Ef fréttamenn komast að því að verið er að sleppa út óhreinsuðum reyk er svarið ávallt hið sama, mannleg mistök.
Hversu oft er hægt að kenna mannlegum mistökum um mengunina frá Járnblendinu á Grundartanga? Það er ljóst að það er eitthvað mikið að mengunarvörnum frá þessari verksmiðju og ætti að vera búið að svipta hana starfsleyfi fyrir löngu.
Rétt eins og rónarnir sem koma óorði á brennivínið kemur Járnblendiverksmiðjan óorði á stóriðju á Íslandi. Ef ekki er hægt að koma mengunarvörnum verksmiðjunnar í lag, er eðlilegast að loka henni og flytja starfsemina heim til eigendanna í Noregi.
mánudagur, júlí 23, 2007
23. júlí 2007 - Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:31
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli