sunnudagur, mars 23, 2008

23. mars 2008 - Hvað eru eiginlega margir Litháar á Íslandi?

Allir sem kynnst hafa Pólverjum vita að flestir þeirra eru hið ágætasta fólk þótt vissulega finnist rotin epli innanum eins og reyndar á meðal annarra þjóða. Þó hafa þeir átt undir högg að sækja á Íslandi vegna fordóma íslensku þjóðarinnar í garð þeirra.

Þetta er kannski eðlilegt. Í mörgum ríkjum finnast innflutt þjóðarbrot sem hafa fengið á sig stimpil fyrir lögbrot af ýmsu tagi, oft fyrir litlar sakir, fólk sem er illa þokkað víða um heim fólk eins og sígaunar. Lítið hefur heyrst af sígaunum á Íslandi, en nú er nýr hópur orðinn alræmdur á Íslandi rétt eins og sígaunar annarsstaðar, reyndar nágrannar þeirra fyrstnefndu. Þar er ég að tala um Litháa.

Þjóðirnar þrjár við austanvert Eystrasaltið hafa löngum verið spyrtar saman í einn hóp og sjálf hefi ég ágætis reynslu af bæði Eistlendingum og Lettum, hefi heimsótt bæði löndin og kynnst fólki þaðan. Litháum hefi ég hinsvegar aldrei kynnst. Ég efa þó ekki að flestir þeirra séu hið ágætasta fólk, en nú veit ég ekki lengur hvað skal segja. Daglega berast fréttir af hinum ýmsu óknyttum sem fólk þaðan hefur framið, oft alvarleg fíkniefnabrot og slagsmál auk líkfundarmálsins fræga.

En nú er eins og allt sé að fara til fjandans í þeirra hópi. Það er ráðist af tilefnislausu á lögregluþjóna við skyldustörf en þrátt fyrir sýknu fyrir dómi, eru þeir svo hirtir nokkrum dögum síðar með hnefafylli af E-pillum , hópur Litháa ræðst á annan hóp landsmanna sinna í Breiðholti og fleiri lenda í slagsmálum á Miklubraut ef marka má http://vísir.is/.

Í sakleysi mínu spyr ég bara. Hvað eru margir Litháar á Íslandi og hversu stórt hlutfall þeirra situr á bak við lás og slá? Þarf ekki að beita meiri hörku við þá brotlegu, t.d. með því að senda þá alla til afplánunar í sínu heimalandi? Það er að vísu kominn vísir að slíku með nýlegu samkomulagi íslenskra og litháískra stjórnvalda, en samt. Það yrði alvöru refsing!

http://visir.is/article/20080322/FRETTIR01/80322057

P.s.( kl 14.45). Samkvæmt nýjustu fréttum eru Litháar saklausir af þessum verknaði í Keilufellinu, heldur eru þar Pólverjar á ferð. Spurningin er bara hvenær verða þeir sómakærir Íslendingar?

http://www.visir.is/article/20080323/FRETTIR01/80323024


0 ummæli:







Skrifa ummæli