Ég og vinnufélagi minn vorum í eftirlitsferð úti í bæ á fimmtudagsmorguninn sem við gerum stundum á dagvinnudögum. Er erindinu var lokið og við nálguðumst höfuðstöðvarnar ók skyndilega amerískur glæsijeppi af stærstu gerð í veg fyrir okkur og stefndi í sömu átt og við. Það var ljóst að hann yrði á undan að ná bílastæðinu sem ég stefndi á svo ég fann mér annað stæði rétt hjá og lagði þar.
Eigandi glæsijeppans eyddi dágóðri stund við að reyna að komast í stæðið sem við höfðum haft augastað á og höfðum reyndar verið í fyrr um morguninn. Eftir nokkrar tilraunir gafst maðurinn upp og fann annað stæði öllu fjær.
Rumdi þá í vinnufélaga mínum sem hafði fylgst með aðförunum:
“Það vantar hliðarskrúfur á hann þennan.”
föstudagur, mars 07, 2008
7. mars 2008 - Það vantar hliðarskrúfur...
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:26
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli