Um helgina hefi ég tekið þátt í tveimur endurfundasamkvæmum gamalla skólafélaga. Á föstudagskvöldið hittumst við nokkur sem vorum saman í öldungadeild MH og útskrifuðumst 1988. Það voru yndislegir samanfundir í allt of fámennum gleðskap.
Á laugardagskvöldið var svo annað samkvæmi nokkurra krakka sem eignuðust fyrstu skólatöskurnar sínar haustið 1958, fyrir hálfri öld, áttu sínar fegurstu æskuminningar í Brúarlandsskóla og síðar Varmárskóla. Þar var öllu betri mæting, en einungis tveir strákar skrópuðu, en að auki eru þrjú búsett erlendis og ein stúlkan, Þórunn Bjarnadóttir frá Mosfelli, látin fyrir nokkrum árum síðan. Fyrir bragðið vorum við aðeins tólf sem mættum í Brúarland, skoðuðum gömlu kennslustofuna okkar og létum mynda okkur saman í fyrrverandi leikfimissalnum og rifjuðum upp gamlar minningar. Síðan var samkvæminu haldið áfram heima hjá Brynjari í Markholtinu og stóð gleðin fram undir miðnættið er aldurhnignir krakkagrislingarnir héldu heim á leið eftir ánægjulega kvöldstund.
Á efri myndinni sem var tekin í apríl 1963 eru eftirfarandi frá vinstri:
Páll Árnason Reykjalundi, Birgir Gunnarsson Álafossi, Brynjar Viggósson Markholti, Reynir Óskarsson Hlíðartúni, Anna Kristjánsdóttir Reykjahlíð, Þorsteinn Guðmundsson Þormóðsdal, Jóel Jóelsson Reykjahlíð, Eygló Ebba Hreinsdóttir Markholti, Kjartan Jónsson Hraðastöðum, Valgerður Hermannsdóttir Helgastöðum, Kolbrún Gestsdóttir Úlfarsá, Sigríður Halldórsdóttir Gljúfrasteini, Marta Hauksdóttir Helgafelli, Guðbjörg Þórðardóttir Reykjaborg, Signý Jóhannsdóttir Dalsgarði, Helga Haraldsdóttir Markholti, Birgir D. Sveinsson kennari.
Á myndina vantar Þórunni Bjarnadóttur Mosfelli og Dagný Hjálmarsdóttur Lyngási.
Á neðri myndinni sem var tekin 15. nóvember 2008 eru eftirfarandi:
Sitjandi: Guðbjörg Þórðardóttir Mosfellsbæ, Birgir D. Sveinsson aðalkennari hópsins 1960-1964 og síðar skólastjóri Varmárskóla Mosfellsbæ, Klara Klængsdóttir aðalkennari hópsins 1958-1960 Mosfellsbæ, Jórunn Árnadóttir eiginkona Birgis, Eygló Ebba Hreinsdóttir Reykjavík.
Standandi: Dagný Hjálmarsdóttir Kópavogi, Signý Jóhannsdóttir Furuvöllum Mosfellsbæ, Marta Hauksdóttir Helgafelli Mosfellsbæ, Kjartan Jónsson Dunki Dalabyggð, Anna Kristjánsdóttir Reykjavík, Sigríður Halldórsdóttir Reykjavík, Valgerður Hermannsdóttir Mosfellsbæ, Jóel Jóelsson Seltjarnarnesi, Brynjar Viggósson Mosfellsbæ, Helga Haraldsdóttir Mosfellsbæ.
sunnudagur, nóvember 16, 2008
16. nóvember 2008 - Endurfundir að Brúarlandi
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 03:46
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli