laugardagur, nóvember 08, 2008

8. nóvember 2008 - Pestin!

Jú, mikil ósköp. ég hefi verið hræðilega löt við bloggfærslur að undanförnu. Þig getið kallað þetta hvaða nafni sem er, leti, bloggfælni, andleysi eða veikindum. Þetta á allt rétt á sér.

Að undanförnu hefi ég verið með einhverja pest. Hiti og höfuðverkur hafa fylgt mér og ég hefi ekki getað hugsað skýrt. Ég hefi þó reynt af smita vinnufélagana af þessari sömu pest í von um að ná einhverjum aukavöktum, en það hefur enn ekki gengið eftir.

Ég reyni svo að skrifa eitthvað af viti strax á laugardagskvöld, enda hlýtur pestin að taka enda hjá mér.

(P.s. Ég tek það fram að engin alvara liggur að baki ósk minni um smitun til handa vinnufélögum mínum)


0 ummæli:







Skrifa ummæli