Loksins, loksins kemur einhver fram sem ber ábyrgðina, en í fréttatíma sjónvarpsins á föstudagskvöldið birtist viðtal við Jóhann Sigurjónsson sem lýsti ábyrgð Einars K. Guðfinnssonar með orðunum:
„Í sjálfu sér er það hann sem ber ábyrgðina“
Þá kemur stóra spurningin, vill Einar gangast við ábyrgðinni? Í allt haust hefur verið leitað einhverra sem bera ábyrgð á hruni ríkisfjármála og allir sem einn hafa afneitað ábyrgðinni þrátt fyrir há laun fyrir ábyrgð. Nú síðast neitaði Valgerður Sverrisdóttir einkavinavæðingarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ábyrgð sinni á verkum sínum í þeirri ríkisstjórn á landsfundi Framsóknarflokksins, svo það er orðið fátt um fína drætti í ábyrgðum og þá um leið grundvelli fyrir háum launum innan ríkisstjórnar, Alþingis og ríkisstofnanna.
En úr því Einar ber ábyrgðina á störfum Hafrannsóknarstofnunar, má þá ekki líka lækka laun Jóhanns Sigurjónssonar til samræmis við skerta ábyrgð hans?
laugardagur, janúar 17, 2009
17. janúar 2009 - Hann sem ber ábyrgðina!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:39
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli