sunnudagur, janúar 04, 2009

4. janúar 2009 - Byggingameistari ársins 2008?


Í fyrradag voru veitt verðlaun þeim byggingameistara sem hafði byggt fáránlegasta byggingastrúktúr á árinu 2008, eða hvað?

Nei nei, ég ætlaði að segja frá flottasta íþróttamanni ársins 2008. Ólafur Stefánsson er svo sannarlega verðskuldaður íþróttamaður síðasta árs sem sýndi sig þegar hann hlaut fullt hús stiga hjá íþróttafréttamönnum í hófi fyrir tveimur dögum síðan. En þessi hræðilegi stillans sem hann hlaut að launum er hinsvegar vart þess virði að geyma í bílskúrnum, hvað þá inni á heimili í heilt ár. Mátti ekki veita manninum fallegt listaverk að launum fyrir íþróttaafrek ársins 2008?


0 ummæli:







Skrifa ummæli