fimmtudagur, janúar 01, 2009

1. janúar 2009 - Krepputal

Löngum erum ég og framleiðendur Áramótaskaupsins sammála um ástand þjóðmála. Þegar hinar verstu fréttir hrjá samfélagið sjá þeir oft hið pínlega og broslega í öllum vandræðunum og oftar en ekki er ég þeim hjartanlega sammála og svo hlæjum við saman, þjóðin, ég og framleiðendur Áramótaskaupsins.

Þegar kreppan skall á Íslandi í haust sá ég lítið hlægilegt við kreppuna, fannst hún hið versta mál og sá fátt skoplegt í stöðunni. Framleiðendur Áramótaskaups árið 2008 eru mér alveg sammála og sást það ágætlega í nýloknu Skaupi.

Með þessu óska ég þessum fáu eftirlifandi lesöndum mínum gleðilegs árs og friðar og vonir um betra ár 2009.


0 ummæli:







Skrifa ummæli