Í bananalýðveldi eins og Íslandi heyrir Seðlabankinn undir forsætisráðuneytið í stað Alþingis. Þess vegna var eðlilegt að Samfylkingin legði höfuðáherslu á að fá það ráðuneyti í sinn hlut við hugsanlega uppstokkun í ríkisstjórn til að hægt væri að hreinsa til í bankanum. Það fékkst ekki og stjórnin féll. Af hverju það var svo mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda í Seðlabankann var eðlilegt. Yfirformaður Sjálfstæðisflokksins er ekki Geir Haarde, heldur Davíð Oddsson formaður stjórnar Seðlabanka Íslands og var ekki reiðubúinn að láta af embætti sínu þrátt fyrir kröfur um slíkt.
Með hörkunni hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir unnið stuðning minn á ný.
mánudagur, janúar 26, 2009
26. janúar 2009 - Af hverju forsætisráðuneytið?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:50
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli