föstudagur, febrúar 13, 2009

13. febrúar 2009 - Ákvarðanafælni eða framtaksleysi Geirs Hilmars Haarde

Ef mig misminnir ekki, fóru einhverjir þeirra drengja sem dvöldu í Breiðavík fram á afsökunarbeiðni Geirs Hilmars Haarde fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna illrar meðferðar sem þeir urðu fyrir í Breiðavík í æsku. Geir treysti sér ekki til verða við óskum þeirra, var hinsvegar reiðubúinn til að ræða við þá um bætur, en um leið og þeir sögðu opinberlega frá tilboði og hugsanlegu lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þeim til handa, hljóp einhver þrái í Geir og enn hefur ekkert frumvarp séð dagsljósið og engar bætur og engin afsökunarbeiðni. Var þetta framtaksleysi eða ákvörðunarfælni af hálfu Geirs? Mig grunar það.

Í síðastliðnu hausti talaði Geir Hilmar Haarde um samráð sitt við Gordon Brown um lausn deilunnar sem komin var upp á milli þjóðanna. Í gær viðurkenndi hann fyrir enskri sjónvarpsstöð að engar viðræður hefðu átt sér stað á milli hans og Gordons Brown. Af hverju ekki? Enn neitaði hann að biðjast afsökunar á mistökum sínum í forystu ríkisstjórnar Íslands þegar allt fór á hausinn.

Ég held að það sé alveg ljóst að ákvarðanafælni Geirs Hilmars Haarde sé búin að kosta íslensku þjóðina gífurlega hagsmuni, fjárhagslega, viðskiptalega og menningarlega.

Takk Geir fyrir að vera orðinn óbreyttur þingmaður. Er ekki kominn tími til að biðja íslensku þjóðina afsökunar á því að óhæfur maður sat í stól forsætisráðherra í fleiri ár? Maðurinn hvorki þorði að hreinsa til í Seðlabankanum né að taka upp tólið og hringja í kollega sinn til að spyrja hann af hverju hann gengi svona hart fram gegn hinni íslenskri vinaþjóð ensku þjóðarinnar.

Kannski gengu Bretar svona hart fram, vitandi af bleyðuskap íslenskra ráðamanna og þá sérstaklega þáverandi forsætisráðherra.


0 ummæli:







Skrifa ummæli