Það er hitabylgja og miklir skógaeldar í Ástralíu þessa dagana og hitastigið fer yfir 40 gráður á Celsíus. Hið einasta sem er kalt ef marka má fréttir Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2, eru kolurnar í rústum þeirra húsa sem hafa brunnið.
Ég skil vel vandamálið sem tengist þessari færslu. Þegar hús brennur til grunna, hefur löngum verið talað um að það brenni til kaldra kola þótt orðskrýpið sé álíka vitlaust og undantekningin sem sannar regluna eða að eitthvað sé ógeðslega gott.
Er ekki kominn tími til breytinga?
mánudagur, febrúar 09, 2009
9. febrúar 2009 - Húsið brann til kaldra kola
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:03
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli