... kann ekki að skammast sín. Það er miður. Því er ekki nema eitt að gera og vona ég að það verði gert, að Jónas Kristjánsson og félagar verði dregnir fyrir dómara þar sem þeir fái makleg málagjöld.
Arna Schram formaður Blaðamannafélagsins benti á það í útvarpsviðtali í dag að ætlunin væri ekki að reka Jónas og félaga úr Blaðamannafélaginu að sinni, enda gætu þeir þá farið sínu fram án afskipta siðnefndar Blaðamannafélagsins. Þetta er alveg rétt hjá henni. Jónas Kristjánsson myndi örugglega fara sínu fram þótt hann yrði rekinn úr Blaðamannafélaginu. Hann hefur reyndar lýst því yfir að hann ætli að fara sínu fram þótt hann sé í Blaðamannafélaginu. Hið einasta sem Blaðamannafélaginu ber því að gera, er að stuðla að því að draga Jónas og Mikael og félaga fyrir dómara, þótt ekki sé það til annars en að hreinþvo aðra blaðamenn af þeim sora sem umlykur DV í dag.
Nokkrum sinnum hafa blaðamenn DV hringt í mig á undanförnum árum til að leita álits á einstöku málum þar sem ég er talin hafa eitthvert vit á. Ég hefi svarað þeim og reynt að útskýra þau vandkvæði sem uppi voru, án þess þó að um viðtöl væri að ræða. Í dag spyr ég mig þess hvort ekki hefði verið betra að skella á þá þegar þeir hringdu, þá eftir að DV var endurreist eftir gjaldþrotið.
Mikið skelfing hefur þetta blað óg stjórnendur þess sokkið djúpt frá þeim tíma sem liðinn er frá þeim tíma er Jónas Kristjánsson var rekinn frá Vísi árið 1975 og tók þátt í að stofna Dagblaðið.
fimmtudagur, janúar 12, 2006
12. janúar 2006 - Jónas Kristjánsson ...
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:04
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli