Ísfirðingar voru búnir að finna út að núverandi flugvöllur væri ómögulegur og að betra flugvallarstæði væri hinum megin í Ísafjarðardjúpi. Þangað er löng leið og til að geta flutt fólk á milli var ákveðið að bora göng undir Djúpið og til nýja flugvallarins.
Það var byrjað að bora. Til að stjórna verkinu var fenginn skólafélagi minn úr Vélskólanum sem nú er stöðvarstjóri hinnar nýju Hellisheiðarvirkjunar og honum til aðstoðar voru fengnir nokkrir vélfræðingar frá Orkuveitunni þar á meðal ég. Allur aðbúnaður í göngunum var fremur slæmur, en þó tók yfir allan þjófabálk er Kidda hugkvæmdist að nýta göngin til virkjanaframkvæmda auk akbrauta að flugvellinum og byggja þar stórt raforkuver.
Ekki tók nú betra við. Við vorum rekin áfram af hinni mestu hörku og enginn griður gefinn. Það var dimmt niðri í göngunum og víða lak vatnið inn í göngin og allskyns hindranir í veginum. Verkinu miðaði þó vel áfram, en vonlaust að biðja um miskunn hjá Kidda. Þá skyndilega sá Tárhildur kisa ástæðu til að hoppa upp á sængina mína og vekja mig. Þetta hafði þá bara verið draumur. (Draumurinn var miklu lengri en þetta, en þetta man ég úr draumnum).
Draumráðning óskast.
----oOo----
Í gær var hélt Alfreð Þorsteinsson boð fyrir mig og aðra starfsmenn OR í aðalstöðvum Orkuveitunnar. Þar var veitt eins og Alfreð einum er lagið, einkaþjónar á hverju strái og veitt eins og hver vildi. Sem ég hefi alltaf sagt. Það verður missir að Alfreð er hann yfirgefur skútuna.
----oOo----
Svo fær forsöngvarinn í stóru englahljómsveitinni, sjálfur Elvis afmæliskveðjur.
sunnudagur, janúar 08, 2006
8. janúar 2006 - Að gera göng
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:01
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli