...hefur séð ástæðu til að vanda um við þá ráðamenn sem hafa samið við Flugleiðir, öðru nafni FL-grúpp (skrifað FJ-group) og gefur í skyn að hún vilji hætta viðskiptum við þá vegna þeirra starfslokasamninga sem nú hafa verið gerðir opinberir.
Flugleiðir, öðru nafni FL-grúpp (skrifað FJ-group) hafa löngum verið í miklu uppáhaldi hjá íslenskum ráðamönnum, Alþingi og ríkisstjórn, þar á meðal Jóhönnu sem er fyrrum flugfreyja hjá forvera félagsins og síðar alþingismaður og ráðherra í ríkisstjórnum sem hafa stutt við einokunarstefnu fyrirtækisins, lagt stein í götu fyrirtækja sem reynt hafa að koma á samkeppni við það og veitt því margskyns og óeðlilega fyrirgreiðslu í gegnum tíðina og minnst einu sinni bjargað því frá gjaldþroti. Það er kannski eðlilegt að Jóhanna sé sár, en laun heimsins eru vanþakklæti og hún getur sjálfri sér um kennt að svona skuli komið fyrir þessu draumafyrirtæki hennar og íslenskra ráðamanna.
Mér koma ekkert við þau kjör sem ráðamenn í Flugleiðum, öðru nafni FL-grúpp (skrifað FJ-group) veita sjálfum sér, ekki frekar en þau kjör sem Baugur-grúpp veitir Bónusfeðgum eða Fons-grúpp veitir sínu fólki eða KB-banki eða hvað allar þessar grúppur nú heita. Það eru hluthafarnir sem velja þá stjórn sem semur við þessa forstjóra sína, ekki Alþingi eða ríkisstjórn sem eru löngu búin að gefa í burtu eignarhald sitt á þessum fyrirtækjum sem og fiskinn í sjónum umhverfis landið. Hlutverk Jóhönnu á að vera að setja starfsreglur fyrir fyrirtækin í landinu, tryggja velferðarkerfið, að ekki séu fleiri fyrirtæki gefin í burtu sem og að ekki sé búið til nýtt tröllaukið bákn í kringum heilbrigði þessara 300.000 hræða sem lifa í þessu landi. Ekki að blanda sér í þá hagsmuni sem henni koma ekki lengur við.
Ég er ekki hrifin af þessum ofurlaunum íslenskra forstjóra í dag. Þetta er talandi dæmi um græðgi og spillingu sem þrífst hér á landi. Flugfargjöld á milli Íslands og annarra landa eru einnig slíks eðlis og bera þess merki að við búum ennþá við þá háðung sem kennd er við vistarböndin illræmdu. Þar er við ríkisstjórn og Alþingi að sakast sem létu það viðgangast að tryggja Flugleiðum einokun á flugi milli Íslands og annarra landa svo áratugum skipti og sem Æsland Express nýtir sér í dag með sínu ótrúlega háa verði á svokölluðum lággjaldaferðum.
Það er ennþá pláss á milli sætanna í flugvélum Flugleiða, öðru nafni FL-grúpp (skrifað FJ-group). Sama er ekki hægt að segja um flugvélarnar hjá Æsland Express.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
4. janúar 2006 - Jóhanna Sigurðardóttir ...
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:03
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli