Nú er þrautin þyngri. Ég hefi verið klukkuð og verð að sjálfsögðu að svara kallinu, enda hefi ég ekkert að segja frá að sinni. Öll hin atriðin sem liggja mér á hjarta, verða að bíða betri tíma. Þá nenni ég ekki að skrifa einu sinni enn um Eyjagosið fyrir réttum 33 árum síðan. Ég hefi þá eitthvað til að skrifa um annað kvöld, en fótboltabullið verður að bíða betri tíma, enda á Halifaxhreppur sem tapaði glæsilega í gær, að mæta Brottviknu Albínóunum á þriðjudagskvöldið í kvenfélagsdeildinni. En hér kemur svarið við klukkinu:
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Vélstjóri á flutningaskipum og fiskiskipum
Vélfræðingur í orkufyrirtækjum
Vélaprófanir nýrra díeselvéla
Tjónaskoðanir og blýantanögun
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur: (verst að ég á ekkert afspilunartæki)
Blazing Saddles
Das boot (sex tíma útgáfan)
The second serve
The Gods must be Crazy
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Mosfellssveit
Reykjavík
Vestmannaeyjar
Järfälla
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Fréttir
Veður
Kastljós
Formúlan
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum (áttu staðirnir ekki að byrja á M?):
Malmö
Mjóifjörður
Memphis
Mariehamn
Fjórar síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan bloggsíðurnar)
http://www.mbl.is/
http://www.dn.se/
http://www.vedur.is/
http://www.baggalutur.is/
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Þverskorin ýsa með kartöflum og bráðnu sméri
Léttsteiktar nautalundir með bökuðum kartöflum og bernaissesósu
Steikt lambalæri með brúnuðum kartöflum, brúnsósu og grænum baunum
Köld kindasvið með jarðeplamauki
4 bækur sem ég les oft..í (ég er stundum með margar bækur á borðinu samtímis)
Vigurætt í tíu bindum
Ættir þingeyinga í þrettán bindum (14. bindi kemur svo í haust)
Borgfirskar æviskrár í tólf bindum (bíð eftir 13. bindi)
Dansk illustreret skibsliste (bíð í ofvæni eftir 2006 bókinni)
Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna: (Helst vil ég alltaf sjá til Esjunnar, en auk þess):
Stokkhólmssvæðið í Svíþjóð (en ekki hvað?)
Þýskaland (þar er allt í röð og reglu)
Dalirnir heilla (föðurættin – móðurættin er við Esjurætur)
Brasilía (þar er þó hlýtt þessa dagana)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Pollyanna (Gunna í Gunnubúð)
Þórður hjálparsveitarskátahöfðingi eða Chief Officer Safety á einhverjum dalli.
Steini negrakóngur
Rán J. verkfræðingur hjá réttu fyrirtæki
mánudagur, janúar 23, 2006
23. janúar 2006 - Klukkuð
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:00
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli