Þá er tilraunin með NFS liðin og verður víst ekki endurtekin á næstunni. Mér finnast endalokin sneypuleg og hefðu mátt bera að með öðrum hætti. Það þýðir kannski ekkert að velta sér upp úr þeim vandamálum úr því sem komið er. Lögmál markaðarins gilda á þessum markaði sem og mörgum öðrum.
Þrátt fyrir áhugaleysi mitt fyrir NFS, þá viðurkenni ég að ég hefði viljað sjá stöðina lifa áfram, kannski ekki í því formi sem hún var rekin, en samt rekin áfram. Þá hefur Róbert Marshall sýnt það og sannað að hann er maður sem stendur og fellur með verkum sínum og mættu margir feta í fótspor hans í þeim efnum.
Nú er stöðin aflögð í því formi sem hún var skipulögð og Róbert Marshall atvinnulaus. Hann þarf samt ekkert að óttast langvarandi atvinnuleysi. Ég hefi t.d. heyrt að það vanti brekkusöngvara í Vestmanneyjum og þar hefur Róbert nokkra reynslu sem ætti að gera hann hæfan til áframhaldandi brekkusöngva.
laugardagur, september 23, 2006
23. september 2006 – NFS
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:07
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli