Um klukkan sex á þriðjudagskvöldið birtist stór sendibíll fyrir utan hjá mér og var hann vel merktur fyrirtæki einu sem var og er kannski enn, í eigu tengdafólks þess frænda míns sem á sama afmælisdag og ég. Reyndar á eiginkona frændans líka sama afmælisdag og ég og frændi, en því miður láðist mér að gráta út afslátt í búðinni út á venslin og afmælisdaginn. En snúum okkur að einhverju öðru en afmælisdögum.
Erindi þessa sendibíls heim til mín, var að afhenda mér glænýja þvottavél og þurrkara sem ég hafði keypt. Tveir fílefldir karlmenn tóku þvottavél og þurrkara og báru á milli sín upp um tvær hæðir, alla leið inn á bað og fóru létt með.Ég þurfti ekki að gera annað en að stinga í samband, fylla af þvotti og byrja að þvo.
Þegar þessi orð eru rituð er ég búin að þvo tvær vélar í þýskum gæðavélum og þurrka eina.
-----oOo-----
Ég bíð í ofvæni eftir nýrri útgáfu af atvinnuflugmannatali og niðjatali Vaðbrekkunga, þ.e. niðjum Aðalsteins á Vaðbrekku, föður Hákons, Jóns Hnefils, Ragnars Inga ofl.
miðvikudagur, september 27, 2006
27. september 2006 – Þvottadagar
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:10
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli