föstudagur, september 08, 2006

8. september 2006 – Tiltektir

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag, fann ég fyrir óstjórnlegri löngun að byrja að taka til heima hjá mér. Í stað þess að leggja mig um stund og láta þessa óþægilegu tilfinningu líða hjá, réðst ég með offorsi á skúffur og skápa, sturtaði úr þeim og byrjaði að raða og skipuleggja, setja sumt í möppur, en henda öðru. Smám saman urðu sumar möppur, þá helst þær sem geyma reikninga, þyngri og skúffurnar léttari.

Þegar ég ákvað að taka mér næturhlé frá þrifunum, áttaði ég mig á því að sáralítð hafði skeð og að helgin myndi vart duga mér til að koma nýju skipulagi á umhverfi mitt.

-----oOo-----

Þótt ég sé löngu búin að uppfylla kvóta sumarsins fyrir fjallgöngur, finnst mér sem ég þurfi að bæta einu nýju fjalli við áætlun sumarsins áður en ég legg skóna á hilluna til vetrardvalar. Ég spyr því mína kæru lesendur hvaða nýtt fjall ég eigi að labba á suðvesturlandi áður en ég fer að hægja á mér?


0 ummæli:







Skrifa ummæli