þriðjudagur, september 26, 2006

26. september 2006 - 2. kafli - Fyrir neðan stíflu


Í Fréttablaðinu í dag er heilsíðuauglýsing frá andstæðingum Kárahnjúkavirkjunar þar sem hvatt er til að fólk labbi niður Laugaveginn í kvöld. Með auglýsingunni er birt mynd frá Hafrahvammagljúfri og spyr ég mig þess, þegar haft er í huga að hún er tekin langt fyrir neðan stíflu, hvort göngumenn ætli að svindla og labba bara niður Bankastrætið?

P.s. Þessi mynd er tekin á sama stað, er ég og fleiri vorum á ferð á svæðinu fyrir tveimur árum.

P.s. P.s. Þar sem ég þurfti að henda pistlinum út og setja hann inn aftur glötuðust athugasemdir frá Parísardömunni. Fyrirgefðu mér, en það var ekki ætlunin.


0 ummæli:







Skrifa ummæli