miðvikudagur, nóvember 01, 2006

1. nóvember 2006 – Hin andlega samkynhneigð

Ég hefi verið að velta merkingu orðanna “andleg samkynhneigð”. Það er ljóst að andleg samkynhneigð er ekki endilega hið sama og líkamleg samkynhneigð, en samt. Ég fæ á tilfinninguna að hér sé einungis um stigsmun að ræða en ekki merkingarmun.

Sjáum til dæmis þegar áhugamaður um fótbolta er að horfa á uppáhaldið sitt, hann Eið Smára skora mark fyrir Barþelóna. Þá fær hann einhverja fullnægju og kemur þar með upp um hina andlegu samkynhneigð sína. Hvernig skyldu svo félagar Eiðs Smára bregðast við þegar hann skorar mark? Jú, þeir hætta sinni andlegu samkynhneigð, hlaupa hann uppi, faðma og kyssa og svei mér þá ef þeir reyna ekki að riðlast á stráknum fyrir augunum á tugum þúsunda áhorfenda. Svo sætt. Það er því ljóst að hörðustu hommahatarar geta verið andlega samkynhneigðir, þótt ekki sé ég að gefa í skyn að Eiður Smári hugsi þannig.

Dettur ykkur kannski í hug einhver önnur skýring á andlegri samkynhneigð?


0 ummæli:







Skrifa ummæli