Við höfum setið á fundi hér í allan dag í gamla hverfinu í Tórínó og rætt landsins gagn og nauðsynjar, ekki komist út, ekki einu sinni á krána til væta í okkur kverkarnar, enda er formaðurinn hinn mesti harðstjóri. Það er kannski eins gott að fólk er ekki að drekka mikið. Þegar ég var búin að sitja á fundinum í sex tíma fannst mér tími til kominn að skreppa á salernið. Ég snéri öfug út aftur því ekkert var klósettið, einungis gat á gólfinu.
Ég rifjaði það upp fyrir mér að síðast þegar ég sá salerni þessarar gerðar var á Ítalíu 1974. Greinilega er ég sem Íslendingur góðu vön.
Í kvöld á að skreppa í bæinn og fá sér gott að borða og drekka með. Það er eins gott að salernin séu í lagi á þeim veitingastaðnum.
laugardagur, nóvember 18, 2006
18. nóvember 2006 - 3. kafli - Menningarsjokk
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 17:16
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli