föstudagur, nóvember 10, 2006

10. nóvember 2006 – Hrafnhildur ofurkisa


Ég var á vaktinni á miðvikudagskvöldið til klukkan 20.00 og fór síðan beint á sellufund í verkalýðsfélaginu. Þar sem við sátum og ræddum síðustu afarkosti atvinnurekenda í kjaramálum hringdi síminn minn. Í símanum var ung kona sem spurði eftir Hrafnhildi. Ég sagði sem var að einasti notandi þessa síma sem héti Hrafnhildur væri kisan mín og hún væri einhversstaðar úti við þar til ég kæmi heim.
“Og er hún svört með rauða ól?”
Ég játaði því. Hún sagði mér þá að Hrafnhildur væri hjá sér í næsta húsi og við gott atlæti, en hún hefði haldið að Hrafnhildar væri saknað að heiman. Einnig bætti hún við, að síðan kisan hennar hefði eignast kettlinga fyrir nokkru, hefði Hrafnhildur verið hjá sér öllum stundum og sjálf hefði hún talið Hrafnhildi vera fress og föður litlu kettlinganna.

Þá vitum við hvað Hrafnhildur ofurkisa er að gera af sér þegar hún kemur ekki heim til sín á kvöldin. Hún er að passa kettlinga í næsta húsi.

-----oOo-----

Svo minni ég á stuðninginn við Guðrúnu Ögmundsdóttur. Prófkjörið er á laugardag.


0 ummæli:







Skrifa ummæli