Ég er með nokkrar áhyggjur. Hið raunverulega óskabarn þjóðarinnar og þá sér í lagi Reykjavíkinga hefur skipt um eigendur að hluta. Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa selt hlut sinn í fyrirtækinu.
Salan sem slík breytir ekki miklu fyrir rekstur þessa ágæta fyrirtækis. Hinsvegar er ástæða til ákveðins ótta um að eitthvert meira sé á bakvið söluna en einvörðungu að samþjappa eigendahlutnum. Við vitum að svokallaðir frjálshyggjupostular telja að selja beri fyrirtækið einkaaðilum. Slíkt hefur víða verið gert með alvarlegum afleiðingum fyrir viðskiptavini og starfsfólk og er Enron í Bandaríkjunum þar víti til varnaðar.
Ef ætlunin er sú að einkavæða Landsvirkjun, mun fjöldi fólks sem nú horfir jákvæðum augum til fyrirtækisins, snúast öndvert gegn ætlunum þess um frekari uppbyggingu og virkjanaframkvæmdir.
-----oOo-----
Orð mín um andlega samkynhneigð í gær urðu til þess að nokkrir aðilar reyndu að þvo af sér andlega samkynhneigð sína og er því lítil von til þess að þeir komi úr skápnum á næstunni. Samt vil ég ekkert fullyrða í þeim efnum því ótrúlegasta fólk sem ég þekki, hefur tekið upp á því á gamals aldri að koma út og lifa seinni hluta ævinnar í andlegu frelsi. Orð þeirra gáfu mér hinsvegar tilefni til að velta öðrum þætti mannlegs eðlis fyrir mér.
Eftir að ég kom heim frá Svíþjóð fyrir áratug síðan veitti ég því athygli að sumt fólk, jafnvel gamlir félagar mínir, treystu sér ekki lengur til að horfast í augu við mig. Ef ég reyni að fanga augnaráð þeirra, horfast þeir ávallt undan. Þarna er um mjög fátt fólk að ræða, en einvörðungu karlmenn. Hin neikvæðu viðbrögð þeirra gagnvart mér hafa ekkert með pólitík eða stöðu þeirra í samfélaginu að gera. Þetta er greinilega fólk sem er enn í felum, ekkert endilega í hommaskápnum, en alveg örugglega á einhverju queer sviði og jafnvel andlegar trönsur.
Ég tek það fram að hvorki “Hl.....”, afsakið “kallinn” né “Djúsi” eru í þessum hópi né heldur neinn sá aðili sem ég umgengst reglulega í dag. Sjálf sé ég enga ástæðu til að nefna þessar skápatrönsur hér og nú, en rifja upp í hjarta mínu er ég var sjálf í felum.
Það væri fróðlegt að vita hvort lesendur mínir kannist við slíka sálarkreppu viðmælenda sinna er mig ber á góma!
-----oOo-----
Óli Gneisti vakti athygli okkar á þessari klaufalegu grein Sjálfstæðiskvenna í kjölfar slæmrar útreiðar þeirra í síðasta prófkjöri.
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
2. nóvember 2006 – Landsvirkjun og andlegt transgender
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:10
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli