Ég átta mig á því nú þegar ég er búin að koma mér á fætur um miðja nótt, að forráðamenn flugfélaga hafa gleymt að til nokkuð sem heitir að vakna á kristilegum tíma að morgni. Því er ég hér stúrin, kettirnir í fýlu og framundan bíður löng leið til Kebblavíkur í ísköldum bílnum.
Mér skilst að það verði eitthvað hlýrra á þeim slóðum sem ég stefni á og það á sama tíma og Hitaveitan græðir á tá og fingri á góðri sölu á heitu vatni.
föstudagur, nóvember 17, 2006
17. nóvember 2006 - Ókristilegur tími
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 03:33
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli