þriðjudagur, janúar 09, 2007

10. janúar 2006 – Að heiðra konunginn með nærveru sinni.

Í þriðjudagsblaði Morgunblaðsins birtist mynd af nokkrum íslenskum þingkonum þar sem þær eru í opinberri heimsókn í Saudi-Arabíu undir leiðsögn Sólveigar Pétursdóttur þingforseta og birtist mynd af þingkonunum í blaðinu bls 3, ásamt einum af helstu olíuglæponum Saudi-Arabíu. Þar eru þær allar komnar í svartar dulur til að hylja líkama sinn niður að tám að hætti og kröfum yfirstéttar þessa eins hinna verstu einræðisríkja heimsins.

Í tímaritinu Parade Magazine er einræðisstjórn Saudi-Arabíu flokkuð sem númer 7 meðal verstu einræðisríkja heimsins og harðlega gagnrýnt af hinum ýmsu mannúðarsamtökum, eða eins og segir í pistli með flokkuninni sem gerð var fyrir tæpu einu ári:

In Saudi Arabia, phone calls are recorded and mobile phones with cameras are banned. It is illegal for public employees “to engage in dialogue with local and foreign media.” By law, all Saudi citizens must be Muslims. According to Amnesty International, police in Saudi Arabia routinely use torture to extract “confessions.” Saudi women may not appear in public with a man who isn’t a relative, must cover their bodies and faces in public and may not drive. The strict suppression of women is not voluntary, and Saudi women who would like to live a freer life are not allowed to do so.

Ég skil svosem ósköp vel að Sólveig Pétursdóttir vilji heimsækja þetta höfuðvígi olíuglæpona í heiminum, en af hverju létu þær Rannveig Guðmundsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir draga sig út í að sýna þessum glæpamönnum og fjöldamorðingjum virðingu sína, í stað þess að sýna þeim fyrirlitningu sína með því að hunsa slíkt heimboð?

Má kannski búast við að þær fari næst í opinbera heimsókn til Zimbvabe svo Robert Mugabe megi njóta nærveru þeirra?

Það hafa fleiri látið ljós sitt skína í þessu máli sbr:
http://tulugaq.blog.is/blog/hj2006/entry/99502/?t=1168384180#comments


0 ummæli:







Skrifa ummæli