föstudagur, janúar 26, 2007

26. janúar 2007 – II – Að ganga í Flokkinn.

Iðulega berast af því fréttir að svo og svo margir hafi gengið til liðs við Flokkinn skömmu fyrir prófkjör eða landsþing og er þá ætlunin að nýta sér fylgisaukninguna til að koma sínum frambjóðanda í þægilegt sæti. Þetta á ekki einungis við um Frjálslynda flokkinn, heldur og aðra flokka. Stundum kveður svo ramt að þessu að stuðningsmenn Flokksins reynast fleiri en kjósendur hans við kosningar. Við slíkar aðstæður hlýtur öllum að vera ljóst að það er verið að smala í flokkinn með svikum og prettum.

Er ekki kominn tími til að sett séu takmörk við slíku svindli, að stjórnmálaflokkar sýni meiri ábyrgð en aðrir í stað þess að ganga á undan með slæmu fordæmi og valda þverrandi virðingu fyrir því fólki sem situr á Alþingi og í sveitastjórnum?

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item142126/

-----oOo-----

Ég hvet svo alla til að lesa grein Steinunnar Jóhannesdóttir á bls 31 í Morgunblaðinu í dag, en þar atyrðir hún fjórar íslenskar þingkonur sem sýndu evrópsku/vestrænu gildismati lítilsvirðingu með klæðaburði sínum í heimsókn til Saudi-Arabíu á dögunum.


0 ummæli:







Skrifa ummæli