....söng Silvía Nótt um árið og var snarlega send heim úr undankeppni Júróvisjón. Nú er Ísland komið í hóp þeirra 25 ríkja sem munu keppa úrslitakvöldið eftir nokkurra ára fjarveru frá úrslitakvöldi keppninnar.
Í útvarpi allra landsmanna er lagið sem erfitt er að muna spilað í öllum fréttatímum og látið með það eins og það sé búið að vinna Júróvisjón. Mér finnst það samt ekkert hafa lagast þrátt fyrir hinn glæsilega árangur Regínu og Friðriks, (ekki Nínu og Friðriks).
Kannski verð ég bara að fara niður í geymslu og leita að þjóðrembugeninu. Það hlýtur að vera þarna einhvers staðar. Það var allavega til staðar þegar Ísland lenti í 4. sæti árið 1990.
Kannski er skýringar að leita þegar nokkrir Íslendingar söfnuðust saman á krá á Södermalm í Stokkhólmi vorið 1996 og ætluðu að fylgjast með Júróvisjón og frábæru lagi íslenskrar söngkonu sem enginn hafði heyrt. Þegar hún hafði sungið lagið sitt, misstu Íslendingarnir áhugann á keppninni og snéru sér að öldrykkju og hafa sennilega týnt þjóðrembunni í ölæðinu í kjölfarið.
fimmtudagur, maí 22, 2008
23. maí 2008 - Til hamingju Ísland, við erum búin að vinna Júróvisjón....
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:59
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli