mánudagur, maí 05, 2008

5. maí 2008 - Skemmtiatriði óskast í Reykjavík á 17. júní.

Auglýsingu þess efnis mátti heyra fyrir og eftir útvarpsfréttir nú í kvöld og jafnframt tekið fram hvar þessa auglýsingu væri að finna. Auglýsandinn var Þjóðhátíðarnefnd.

Ég er með hugmynd í þessu sambandi. Í Reykjavík finnst maður einn sem talinn er ákaflega húmorslaus. Ég legg til að þessi maður sem þykir svo leiðinlegur að hann hefur verið sýndur blörraður í Spaugstofunni til að fæla ekki áhorfendur frá þættinum, verði kallaður til og látinn segja brandara á Lækjartorgi á 17. júní. Með því móti slær hann tvær flugur í einu höggi, í fyrsta lagi, sýnir Reykvíkingum að hann sé ekkert leiðinlegur og í öðru lagi gerir hann eitthvað af viti, en slíkt er ekki hægt að segja um starf hans sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Ég tek fram að ég á enga blörraða mynd af honum og þori því ekki birta óblörraða mynd til að fæla ekki lesendur mínar í burtu.


0 ummæli:







Skrifa ummæli