þriðjudagur, maí 27, 2008

27. maí 2008 - Ég hitti strák á mánudagskvöldið

Orð mín má alls ekki túlka sem svo að ég hafi snúið frá villu míns vegar og farið að snúa mér að strákum, enda er orðið svo langt síðan ég stundaði ástarsambönd að slíkt heyrir nánast sögunni til. Samt hitti ég strák, engan venjulegan strák, heldur ungan pilt sem fæddist í röngum líkama og á sér þann draum æðstan að fá að vera strákur.

Mér finnst þetta vera hið versta mál. Þvílík firra. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur vilji vera strákur, en samt, svona er lífið. Sumt fólk fæðist sem strákar og vilja vera stelpur en svo er líka fólk sem fæðist sem stelpur og vilja vera strákar. Við því er ekkert að gera.

Þótt umræddur strákur hafi vitað allt sitt líf að hann væri strákur í gervi konu, hefur hann enn ekki öðlast þá sálarró sem fylgir leiðréttingu á kyni. Um leið hreifst ég af opnu hugarfari hans og tjáningu. Þótt ég hafi haft það að reglu að hvetja engan til að halda áfram fyrr en allt er komið í óefni, gat ég ekki annað en hvatt hann til að halda áfram á sömu braut.


0 ummæli:







Skrifa ummæli