föstudagur, maí 09, 2008

9. maí 2008 - Enn af stefnuljósanotkun

Eins og þessar fáu lesendur mínar sem eftir eru vita, þá er ég mjög fylgjandi bættri notkun stefnuljósa, reyndar svo mjög að jaðrar við þráhyggju. Þannig reyndi ónefnd sendibifreið að kyssa afturstuðarann á bílnum mínum um daginn þar sem ég ók eftir einföldum hluta Keflavíkurvegarins og komst ekki hraðar vegna bifreiðanna á undan mér, en ég steinhætti við að tilkynna atferlið til yfirvalda þegar ökumaður sendibifreiðarinnar gaf stefnuljós og fór síðan í aðra átt.

Um daginn var ég stödd í Þýskalandi og veitti því þá athygli að Bensar og Bimmar sem framleiddir eru fyrir innanlandsnotkun þar í landi eru útbúnir með stefnuljósum, annað en þeir Bensar og Bimmar sem fluttir eru til Norðurlandanna. Ég sá engar Toyotur 200 eða Rangerovera og get því ekki dæmt um hvort þeir séu líka búnir stefnuljósum sem seldir eru á þýskum markaði.

Það ætti kannski að flytja Bensa til Íslands sem eru ætlaðir þýskum markaði!


0 ummæli:







Skrifa ummæli