fimmtudagur, júní 12, 2008

12. júní 2008 - Bensínsparnaður?

Á þessum síðustu og verstu tímum er mikið rætt um kostnað við að koma sér til og frá vinnu. Sjálf brosi ég út í annað og monta mig af því að vera einungis fimm mínútur að ganga í vinnuna um leið og ég hæðist að þeim sem bera sig aumlega yfir eldsneytiskostnaðinum.

Umleið rifjast upp fyrir mér hegðun vinnufélaga míns í Svíþjóð sem hringdi einhverju sinni og tilkynnti að sér seinkaði á vaktina sökum þess að bílinn færi ekki í gang. Hneyksluðust þá sumir því pilturinn bjó í tíu mínútna göngufæri við vinnuna.

Það væri gaman að vita hversu mikið er um slík fyrirbæri á Íslandi.


0 ummæli:







Skrifa ummæli