Á föstudagskvöldið var haldin afmælis- og fagnaðarhátíð Samtakanna 78 í Hafnarhúsinu og auðvitað var ég þar. Eins og gefur að skilja var allt litróf regnbogafánans statt í samkvæminu, allar gerðir fólks, samkynhneigt þó í meirihluta, flottasta fólk bæjarins sem og það mest útlifaða, prestar og alþingismenn, verkamenn og húsmæður, vélfræðingar og háskólafólk.
Ég gaf mig á tal við glæsilega konu í léttum sumarkjól, taldi mig þekkja hana en kom henni ekki fyrir mig í fyrstu andrá. Einhver kynnti okkur og orðin í fyrirsögninni voru komin fram á tungubroddinn þegar ég áttaði mig og náði að hemja mig. Ég hefði sennilega orðið mér til skammar hefðu þau komist alla leið enda var þetta í fyrsta sinn sem ég sá séra Ásu Björk Ólafsdóttur fríkirkjuprest án prestakragans.
laugardagur, júní 28, 2008
28. júní 2008 - Ó, ég þekkti þig ekki í fötum!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:55
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli