föstudagur, júní 13, 2008

Föstudagur 13. júní 2008 - Ææææ, vesalings Bregovic!

Þótt ég hafi ætlað mér að vera komin í sumarfrí frá blogginu get ég ekki þagað yfir nýrri frétt í Dagens nyheter.Þar er sagt frá því að tónlistarmaðurinn Goran Bregovic sem er í miklu dálæti á Íslandi, hafi fallið fjóra metra niður úr kirsuberjatré í gær við heimili sitt í Senjak nærri Belgrað og orðið fyrir alvarlegum hryggskaða.

Ég þykist þess fullviss að aðdáendur Goran Bregovic sendi honum hugheilar kveðjur og óskir um bata.

http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2374&a=778987

Um leið spyr ég: Er Bregovic á myndinni sem ég tók í Torino á Ítalíu haustið 2006? Tónlistin sem ég heyrði var dæmigerð fyrir Bregovic:

http://images14.fotki.com/v361/photos/8/801079/4304397/IMG_1375-vi.jpg


0 ummæli:







Skrifa ummæli