Þegar ég kveikti á sjónvarpinu áðan til að sjá undanfara fréttanna blöstu við mér lið Hollendinga og Ítala í fótbolta þar sem liðin voru að hlýða á þjóðsöngva landa sinna áður en leikur þeirra hófst á einhverjum fótboltavelli í Bern sem mun vera höfuðborgin í Sviss. Það sem vakti athygli mína voru þó ekki ungir menn sem sungu hástöfum þjóðsöngva sína fölskum rómi heldur sú staðreynd að inn í fána Ítalíu sem saumaður er á boli ítölsku fótboltastrákanna er rangsnúið merki Íslandshreyfingarinnar.
Ef fólk skyldi vera búið að gleyma Íslandshreyfingunni, þá er það flokkurinn sem Ómar Ragnarsson, Margrét Sverrisdóttir, Sigríður Jósefsdóttir og fleiri stofnuðu fyrir síðustu Alþingiskosningar.
-----oOo-----
Nú er leikurinn búinn og allir vita hvernig fór. Til glöggvunar má hér sjá merkið á brjósti ítölsku leikmannanna:
mánudagur, júní 09, 2008
9. júní 2008 - Samsæri Íslandshreyfingarinnar?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 19:06
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli