Þessi yfirskrift gæti allt eins átt við Evrópukeppnina í fótbolta sem nú fer fram í Sviss og Austurríki og oft hefur mér dottið þessi ljóðlína úr Heilræðavísum til hugar þegar ég sé varnarmennina standa frammi fyrir boltanum þegar aukaspyrna er tekin. Ástæða þess að ég kalla fram þessi orð er þó önnur og betri.
Á sautjánda júní var tilkynnt hver væri borgarlistamaður Reykjavíkur næsta árið og í tilefni af því var blörraður borgarstjóri sem fæddur á Akureyri sýndur við afhendingu þessarar viðurkenningar til Þórarins Eldjárn sem ættaður er úr Svarfaðardal. Í þakkarávarpi þakkaði Þórarinn Reykvíkingum heiðurinn. Hann hefði þó fremur átt að þakka pabba og mömmu fyrir að hafa getið sig, fætt og alið upp í Reykjavík.
Þessi skortur á þakklæti Þórarins breytir þó ekki því að einasta ljóðið sem ég man af hans hálfu og Kristins Einarssonar var undir plakati á heimili mínu í fleiri ár fyrir um þremur áratugum, en plakatið góða var gert af grafiklistakonunni Sigrúnu Eldjárn sem af einhverri ótrúlegri tilviljun er systir borgarlistamannsins.
Með þessu óska ég borgarlistamanninum hjartanlega til hamingju með heiðurinn sem og borgarstjórn sem með þessu hefur tekist að framkvæma eina jákvæða ákvörðun á stuttum ferli sínum.
Heilræðavísur Þórarins Eldjárn og Kristins Einarssonar:
Hér stöndum við með stjarfa hönd á pung
því stjórnin ætlar brátt að reka herinn.
Hnýttar brúnir, lundin þykkjuþung,
þrotið hermangsfé og tæmd öll kerin.
Ef herinn fer þá fer vort eina traust,
þó finnst eitt ráð við því ef þú ert slunginn:
Ef landið okkar verður varnarlaust
er vörn í því að halda fast um punginn.
---
Að lokum vil ég taka fram að löngu síðar fékk ég annað og betra álit á Þór Vilhjálmssyni vegna starfa hans innan Mannréttindadómstóls Evrópu en ætla mætti af hrifningu minni á plakatinu góða.
Á sautjánda júní var tilkynnt hver væri borgarlistamaður Reykjavíkur næsta árið og í tilefni af því var blörraður borgarstjóri sem fæddur á Akureyri sýndur við afhendingu þessarar viðurkenningar til Þórarins Eldjárn sem ættaður er úr Svarfaðardal. Í þakkarávarpi þakkaði Þórarinn Reykvíkingum heiðurinn. Hann hefði þó fremur átt að þakka pabba og mömmu fyrir að hafa getið sig, fætt og alið upp í Reykjavík.
Þessi skortur á þakklæti Þórarins breytir þó ekki því að einasta ljóðið sem ég man af hans hálfu og Kristins Einarssonar var undir plakati á heimili mínu í fleiri ár fyrir um þremur áratugum, en plakatið góða var gert af grafiklistakonunni Sigrúnu Eldjárn sem af einhverri ótrúlegri tilviljun er systir borgarlistamannsins.
Með þessu óska ég borgarlistamanninum hjartanlega til hamingju með heiðurinn sem og borgarstjórn sem með þessu hefur tekist að framkvæma eina jákvæða ákvörðun á stuttum ferli sínum.
Heilræðavísur Þórarins Eldjárn og Kristins Einarssonar:
Hér stöndum við með stjarfa hönd á pung
því stjórnin ætlar brátt að reka herinn.
Hnýttar brúnir, lundin þykkjuþung,
þrotið hermangsfé og tæmd öll kerin.
Ef herinn fer þá fer vort eina traust,
þó finnst eitt ráð við því ef þú ert slunginn:
Ef landið okkar verður varnarlaust
er vörn í því að halda fast um punginn.
---
Að lokum vil ég taka fram að löngu síðar fékk ég annað og betra álit á Þór Vilhjálmssyni vegna starfa hans innan Mannréttindadómstóls Evrópu en ætla mætti af hrifningu minni á plakatinu góða.
0 ummæli:
Skrifa ummæli