laugardagur, júní 14, 2008

14. júní 2008 - Hollendingarnir fljúgandi

Ég ætlaði að vera komin í sumarfrí frá blogginu, en ég get bara ekki þagað. Ég mun seint teljast til mikilla aðdáenda íslenskrar knattspyrnu, hvað þá erlendrar. Það fór þó ekkert á milli mála á föstudagskvöldið að Fylkir gjörsigraði Fram í fótbolta og ég sat eins og asni fyrir framan sjónvarpið mitt og fagnaði hverju marki þótt ég haldi með KR. Kannski ekki Fylki beint þótt ég búi í Árbæjarhverfi, heldur voru Hollendingar að pakka saman fyrrum heimsmeisturum Frakklands í landsleik í fótbolta, einungis örfáum dögum eftir að þeir burstuðu núverandi heimsmeistara Ítalíu.

Mín lið í boltanum eru að sjálfsögðu 1. Svíþjóð; 2. Þýskaland. Þótt ég teljist seint til sérlundaðra áhorfenda knattspyrnuleikja, get ég ekki annað en dáðst að hollenska landsliðinu og létts og heiðarlegs leiks þeirra sem er í öfugu hlutfalli við einhvern arfaslakasta leik Þýskalands sem ég hefi séð. Leikur Þýskalands gegn Króatíu á dögunum var eins og leikur Grindavíkur gegn Breiðablik, semsagt engin reisn yfir honum.

Ef Holland vinnur ekki Evrópumótið fer ég í alvarlega fýlu.

-----oOo-----

Svo fær sonardóttirin afmæliskveðjur í tilefni níu ára afmælisdagsins.


0 ummæli:







Skrifa ummæli