þriðjudagur, júní 03, 2008

3. júní 2008 - Túristi felldur fyrir norðan

Í morgun varð vart við norrænan túrista á ólöglegum hraða á Þverárfjallsvegi á milli Skagastrandar og Sauðárkróks. Þegar var haft samband við lögreglu sem mætti á staðinn. Sömuleiðis dreif af mikinn fjölda heimamanna sem vildu líta túristann augum. Hann tók því á rás undan mannfjöldanum á ólöglegum hraða og óttaðist lögreglan að hann myndi hverfa þeim sjónum og valda spjöllum á íslenskri náttúru og óspjölluðum meyjum í Skagafirði. Blönduóslögreglan ákvað þá að aflífa túristann áður en hann kæmist yfir í umdæmi Sauðárkrókslögreglunnar.

Hugmyndir eru um að stoppa túristann upp, öðrum túristum til viðvörunar sem voga sér að aka of hratt í umdæmi Blönduóslögreglunnar.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/03/skyrist_a_naestu_dogum_hvad_verdur_um_isbjorninn/


0 ummæli:







Skrifa ummæli