Í dag hafa dunið á landslýð auglýsingar frá til þess bærum yfirvöldum þar sem fólki er boðið upp á að spjalla við kýr og baða sig í dögginni í nótt ásamt einhverju fleiru sem ég kann ekki að nefna. Eitt vakti þó athygli mína. Það er boðið upp á afsturlunarte í Húsdýragarðinum.
Þótt ég sé ekkert sérstaklega hrifin af störfum þessara manna, finnst finnst mér þetta ekki rétt leið til að losna við fyrrverandi samgönguráðherra og hrellir þess núverandi af vettvangi stjórnmálanna.
þriðjudagur, júní 24, 2008
24. júní 2008 - Afsturlunarte á Jónsmessunótt
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:38
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli